Guð vill gera góða hluti með hjónabandið

Sermon  •  Submitted   •  Presented
0 ratings
· 1 view
Notes
Transcript

Í 19. kafla Matteusarguðspjalls segir Jesús við farísea, sem spurðu hann ráða varðandi hjónaskilnað:
Matthew 19:4–6 IS1981
4 Hann svaraði: "Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu 5 og sagði: ,Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.' 6 Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja."
Til að svara faríseum vitnar Jesús í fyrstu tvo kafla Fyrstu Mósebókar, í það sem stundum eru kallaðar tvær mismunandi sköpunarsögur. Jesús vitnar hinsvegar í þær sem eina og sömu og gerir ekki neinn greinarmun miklli þeirra. Jesús kennir okkur að við erum sköpuð af Guði og að jafnvel kyn okkar er hluti af góðum sköpunarvilja hans.
Þannig hefur kirkjan alltaf kennt.
En þegar á 18. öldu fóru hlutirnir að breytast. Framfarir í náttúruvísindum ollu því að menn fóru að líta á heiminn sem mikla og stórfenglega vél…
Þessu fylgdi að menn fóru líka að líta á hlutverk skaparans með öðrum augum. Skaparinn hafði í fornöld sniðið heiminn og sett hann saman, eins og klukkusmiður setur tannhjólin meistaralega saman í úrverki. Síðan hafði skaparinn dregið heiminn upp og sett hann í gang, og því næst dregið sjálfan sig í hlé. Hinir svokölluðu deistar héldu því fram að þess vegna mætti ekki reikna með Guði í daglegu lífi. Hann var skýring á upphafi mannkyns en hafði engin áhrif eftir það.
Næsta skref kom með þróunarkenningu Darwins, sem lýsti öðrum hugsunarhætti varðandi upphaf mannkyns, og gerði það á yfirvegandi hátt. Styrkur þróunarkenningarinnra var ekki að hún var svo góð, heldur að hún gat sneitt algerlega framhjá Guði. Það gerði Guðleysingjum auðveldara að lifa lífi sínu vandræðalaust eins og að enginn Guð væri til.
Það leið ekki á löngu þar til heimsspekingurinn Friedrich Nietsche benti á ákveðið vandamál við þróunina. Með dæmisögunni frægu um sturlaða manninn sem hrópar “Guð er Dauður” kallar hann allmening til að taka afleiðingunum af því að það trúir ekki lengur á Guð.
Málið er það að án Guðs er maðurinn án tilgangs, án átta og jafnvel án nægjanlegar skilgreiningar. Í textabrotinu sem ég las áðan benti Jesús á sköpunina. Drottinn bjó okkur til, skilgreindi hvað við erum, og hvernig við eigum að breyta. Ætterni, tímasetning, kyn og ýmislegt annað setur okkur í ákveðin hlutverk sem okkur er ætlað að læra um og laga okkur að. Biblían lýsir fyrir okkur hvað það þýðir að vera góður maður eða kona, gott barn eða foreldri, góður yfirmaður eða starfsmaður, góður konungur eða þegn, og þannig mætti lengi áfram halda.
En hvað ef enginn Guð er til? Hver skilgreinir þá hvað það er að vera karlmaður eða kona, barn eða foreldri, starfsmaður eða yfirmaður, þegn eða konungur? Svarið er að við skilgreinum það sjálf. Það eru ekki til nein hlutverk sem okkur er ætlað að vera í frekar en eitthvað annað. Guðleysinginn lítur á heiminn í kringum sig og sér enga reglu. Þess í stað sér hann hráefni sem hann getur mótað og nýtt sér eins og honum sýnist. Jafnvel líkami hans er svoleiðis hráefni.
Þeim sem ekki líkar hlutverk í lífi sínu getur þá skilgreint sig alveg upp á nýtt. Þeim sem ekki líkar líkami sinn getur breytt honum, jafnvel skorið af sér kynfæri og farið fram á að þeim verði breytt. Er það skaðar möguleika þess eistaklings á því að eignast börn, fer hann fram á að samfélagið hjálpi honum með öllum þeim tæknilegu aðferðum sem til eru.
Þessi hugmyndafræði er sú hugmyndafræði þar sem allt snýst í kring um einstaklinginn sjálfan: Ég er í miðdepli! Ég er yfirmaður í mínu eigin lífi. Enginn getur sagt mér fyrri verkum. Ég geri það sem mér sýnist.
Hversu langt frá boðskap Jesú er ekki svona hugsunarháttur. Jesús segir í 16. kafla Matteusarguðspjalls.
Matthew 16:24 IS1981
24 Þá mælti Jesús við lærisveina sína: "Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.
Ennfremur útskýrir hann allt lögmálið, og dregur það saman í þessi tvö boðorð:
Matthew 22:37–40 IS1981
37 Hann svaraði honum: ",Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.' 38 Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. 39 Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' 40 Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir."
Jesús kallar okkur ekki til að gera okkur sjálf að miðdepli alheimsins. Kann kallar okkur ekki einu sinni til að vera miðdepillinn í eigin lífi. Stundum er snúið upp á kærleiksboðorðið og sagt að það beri með sér skipun um að elska sjálfan sig. Því fer fjarri. Grundvallarstaða mannsins eftir syndafallið er einmitt að við elskum okkur sjálf ofar öllu. Jafnvel þeir sem fyrirlíta sjálfan sig, gera það af kærleik til sjálfs síns, þótt sá kærleikur sé greinilega brenglaður og afskræmdur af syndinni.
Related Media
See more
Related Sermons
See more