Guð gefur hjálpræði

Sermon  •  Submitted   •  Presented
0 ratings
· 2 views
Notes
Transcript

Inngangur

Ég ætla að koma að þessu efni með því að segja söguna af því þegar Ágsborgarjátningin varð til, og með því að segja frá fyrstu fimm greinum hennar.

Guð gefur hjálpræði

Rís upp, Guð, berst fyrir málefni þínu (Sálm 74:22a)
Með þessum orðum hefst skjal sem var undirritað af Leó X, páfa, 10. desember árið 1520. Skjalið fordæmdi kenningar Marteins Lúthers og gaf honum tvo mánuði til að taka aftur þessar villukenningar. Lúter neitaði, og í kjölfarið var hann bannfærður.
Ári síðar voru haldin réttarhöld yfir honoum í bænum Worms í Þýskalandi. Þar var hann dæmdur réttdræpur í öllu yfirráðasvæði Karls V. Keisara. En svo einfalt var málið þó ekki. Margir furstanna í ríki Karls, þar með talinn, Friðrik kjörfursti í Saxlandi, voru hliðhollir bæði siðbótinni og Lúther sem helsti leiðtogi hennar. Hann naut því verndar í Saxlandi til æviloka árið 1543, og siðbótin hélt áfram. Á árunum 1520 til 1530 skrifaði Lúther fjölda rita sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á framtíðina. Þar með talin eru til dæmis fræðin meiri og minni.
Karli V líkaði þróunin illa, og þegar hann kallaði fursta ríkisins til þings árið 1530 í bænum Ágsborg í suður-Þýskalandi, var fyrst á dagskrá að ræða siðbótina. Siðbótarmenn gerðu sér grein fyrir að þeir þurftu að verja trú sína, en voru samt sem áður ekki reiðubúnir fyrir það sem mætti þeim í Ágsborg. Maður að nafni Johann Eck hafði dreift riti þar sem hann sullaði saman staðhæfingum og meira eða minna réttum tilvitnunum í ýmsa siðbótarmenn, ekki bara hinu Lúthersku. Það kom sem sagt í ljós að byrja þurfti á því að útskýra hver væri raunverulega trú Lúthersku kirkjunnar.
Sú útskýring saman stendur af 21 greinum, flestar hverjar mjög stuttar og hnitmiðaðar. Röð greinanna er meðvituð, og segir hún ákveðna sögu: Söguna af Drottni Jesú, sem er Drottinn kirkjunnar. Þess vegna er ekki nema eðlilegt að Ágsborgarjátningin opni með því að tala um Guð sjálfann.
Fyrsta grein Ágsborgarjátningarinnar hljómar svona.

I. grein: Um Guð

Söfnuðirnir hjá oss kenna einum huga: Samþykkt kirkjuþingsins í Níkeu um einingu guðlegrar veru og um þrjár persónur er sönn og hafin yfir allan vafa og ber samkvæmt því að trúa: Guð er einn að eðli, sem bæði kallast og er Guð, eilífur, ólíkamlegur, óskiptanlegur, ómælanlegur að mætti, visku og gæsku, skapari og viðhaldari alls bæði sýnilegs og ósýnilegs; samt sem áður eru þrjár persónur af sömu veru og mætti og jafneilífar, faðir, sonur og heilagur andi. Og nota þeir orðið persóna í sömu merkingu og kirkjufeðurnir notuðu það í, að það merki ekki hluta eða eiginleika í öðrum, heldur það sem stenst út af fyrir sig.
Með þessum orðum skilgreinir Ágsborgarjátningin fyrstu og mikilvægustu forsendu játningarinnra: Trúna á Guð.
Sá Guð sem opinberar sig fyrir okkur, ekki bara í náttúrunni, heldur alveg sérstaklega í Heilagri Ritningu, er ekki eitthvert óskilgreint hugtak. Okkur líkar að segja að við meigum ekki setja Guð í kassa eða skilgreina hann of mikið. Það er rétt að við eigum ekki að skilgreina hann meira heldur en hann gerir sjálfur, en málið er að Guð gerir einmitt það. Hann talar um sjálfan sig í ritningunni. Hann segir frá sér: Svona er ég! Hann opinberar sig í verkum sínum og orðum.
Þegar við lesum heilaga ritningu, sjáum við að Guð er einungis ein vera, en engu að síður er hann þrjár persónur. Guð er einn og þrír á sama tíma. Þetta er erfið kenning, vegna þess að það er ekki hægt að setja hana upp stærðfræðilega. Við verðum einfaldlega að trúa henni á grundvelli ritnignarinnar.
Þeim sem reynt hafa að fara leið stærðfræðinnar hefur alltaf mistekist, og árangurinn er villukenning. Þess vegna heldur þessi fyrsta grein Ágsborgarjátningarinnar áfram, og fordæmir ýmsar villukenningar. Þar með eru taldar kenningar Aríusar og síðar meir kenningar Múhammeðs, en þær eru af sama tagi.
Með fyrstu grein Ágsborgarjátningarinnar játum við það að ekki er sama hvernig talað er um Guð. Hann er ekki bara eitthvað loftugt hugtak eða prinsipp. Hann er ekki tilfinning eða svo óskilgreinilegur að enginn getur þekkt hann. Þvert á móti. Hann er raunveruleg vera, sem er svona en ekki hinsegin. Hann er raunverulegur Guð og hefur raunverulegt nafn. Hann er Guð Faðir, Guð Sonur og Guð Heilagur Andi. Allt hefst með honum, og öllu lýkur með honum. Hann er gjafarai sem gefið hefur raunverulega hluti, og enn fremur raunveruleg fyrirheit sem við getum treyst.

2. grein: Um upprunasyndina

Augljóslega er ekki þetta sagan öll, og 2. grein Ágsborgarjátningarinnar kynnir, okkur mennina, til leiks. Það er þó ekki með eins fallegum orðum og við helst hefðum kosið. Því hér er enginn að segja að við séum öll góð innst inni. Þvert á móti, þessi grein lýsir vanda okkar mannana, sem er einmitt hið gagnstæða. Önnur grein hljómar svona:
Ennfremur kenna þeir [þ.e okkar söfnuðir]: Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda.
Þeir fordæma Pelagíana og aðra, sem neita því, að upprunaspillingin sé synd og, til þess að gera lítið úr vegsemd verðskuldunar og velgerða Krists, halda því fram, að maðurinn geti réttlæst fyrir Guði af eigin kröftum skynseminnar.
Fyrsta greinin lýsir Guði sjálfum, sem er skapari okkar og vill gefa okkur mönnunum alla góða hluti. Önnur greinin lýsir að mörgu leyti okkar viðbrögðum, sem er að fúlsa við skaparanum. Í stað þess að vera honum þakklát, lítum við á hann með tortryggni og með hornauga. Við heimtum það sem hann gefur, og meira til, en viljum ekkert með hann sjálfan hafa að gera. Það er alla vega það sem er eðli okkar.
Sagan um syndafallið í öðrum kafla Fyrstu Mósebókar segir okkur að þrátt fyrir allt sem Guð hafði gert, trúðu Adam og Eva frekar höggorminum, þegar hann sagði þeim aðra sögu en Guð hafði gert. Adam og Eva snéru sér burt frá skaparanum og fóru að dýrka sköpunina í hans stað. Við það breyttist eðli mannsins. Það afskræmdist og skemmdist. Guð skapaði manninn í upphafi í sinni mynd, en mynd Guðs hefur brotnað.
Maðurinn var skapaður til kærleika. Til að elska Guð öllu ofar og náungann eins og okkur sjálf. Jesús segir frá því í 22. kafla Matteusarguðspjalls að þetta er kjarni lögmáls Guðs. Þetta er góður vilji hans fyrir okkur. En ef við lítum með einlægni í eigin barm, þá sjáum við að svo er ekki. Kærlekur okkar til Guðs er háður því hvað hann gerir fyrir okkur. Eins er það með kærleikan til náungans. Því er svo farið, vegna þess að kærleikur okkar beinist fyrst og fremst að okkur sjálfum. Því næst til alls þess sem getur gagnast okkur.
Þegar 2. grein talar um girnd, þá er það þetta sem hún á við. Maðurinn er bundinn við sjálfselsku sína. Jafnvel þegar við gerum okkar bestu góðverk, þá er allaf hluti af reiknisdæminu, hvort sem það er meðvitað eður ei, hvernig það gagnast mér. Hvað fæ ég í staðinn? Mun honum eða henni líka betur við mig? Hvernig mótar þetta mig sem mann? Hvernig verður munað eftir mér? Get ég sett mark mitt á heiminn? o.s.frv. Þessar spurningar eru hluti af syndugu eðli okkar.
Og svoleiðis eðli samræmist ekki kröfunni um að vera fullkominn góður, eins og þörf er á í fullkomnu ríki Guðs. Það er ekki í okkar mætti að elska Guð eins og við eigum að gera. Það er ekki í okkar mætti að velja hann. Það er ekki í okkar mætti að vilja velja hann. Því er hið synduga eðli okkar raunveruleg synd sem útilokar okkur frá himnaríki. Það hjálpar ekki einu sinni að bæta ráð sitt, því það eitt breytir ekki eðli okkar. Við þörfnumst þess að Guð gefi okkur nýtt eðli, það er að hann fæði okkur að nýju. Það er ekki eitthvað sem við getum gert sjálf, heldur verður það að vera gjöf hans.
Þetta er önnur forsenda játningarinnar. En áður en raunveruleg ályktun er dregin af þessu, er ein forsenda enn. Það er þriðja greinin.

3. grein: Um Guðs son

Ennfremur kenna þeir [þ.e. okkar söfnuðir]: Orðið, þ.e. sonur Guðs, tók mannlegt eðli í móðurlífi sællar Maríu meyjar, svo að tvö eðli, guðlegt og mannlegt, eru óaðgreinanlega sameinuð í einni persónu. Kristur er einn, sannur Guð og sannur maður, fæddur af Maríu mey, sannlega píndur, krossfestur, dáinn og grafinn til þess að sætta föðurinn við oss og til þess að vera fórn, ekki fyrir upprunasyndina eina, heldur og fyrir allar verknaðarsyndir manna. Hann steig niður til heljar og reis raunverulega upp á þriðja degi, steig síðan upp til himna til að sitja við hægri hönd föðurins og ríkja um eilífð og stjórna öllum hlutum, helga þá sem á hann trúa með því að senda heilagan anda í hjörtu þeirra, en hann leiðir þá, huggar og lífgar og verndar gegn djöflinum og valdi syndarinnar. Sá sami Kristur mun aftur koma til að dæma lifendur og dauða o.s.frv. samkvæmt hinni postullegu trúarjátningu.
Önnur greinin gerði eina undanþágu. Eins og við lásum, stóð: “Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd." Hér er verið að gefa pláss fyrir Jesú Krist, sem ekki var getinn á venjulegan hátt, heldur var han getinn af Heilögum Anda. Hann hafði fullkomnlega mannlegt eðli, en þó eðli sem ekki var mótað og skemmt af syndinni. Jesús er hinn fullkomni maður.
Þó er hann frábrugðinn öllum öðrum að því leiti að Kristur, maðurinn Jesús frá Nasaret, er einnig Sonur Guðs, það er Guð sjálfur, klæddur í hold og blóð. Guð gerðist maður, fullkominn maður, en er samt sem áður ennþá Guð. Guð tók á sig líkama og gat þannig fæðst, borðað venjulegan mat, drukkið venjulegan drykk, klæðst venjulegum fötum. Hann átti venjulega móður, og vegna þess að hún var móðir Krists, var hún einnig móðir Guðs. Það að Guð varð maður, merkir að hann gat átt móður.
Ennfremur: Hann tók ákveðið pláss þar sem hann var, gat gengið hingað og þangað, eða jafnvel ekið vagni. Hann talaði við fólk þar sem hann var. Með öðrum orðum var Guð orðinn maður. Ennfremur þýðir þetta að Kristur gat tekið þátt í þjáningum mannsins. Hann var pyntaður, og fann fyrir sársaukanum. Þegar hann var sleginn blæddi úr sárunum, og blóðið sem rann úr þeim var blóð manns, en einnig blóð Guðs. Þegar hann var negldur á kross, gat hann dáið eins og venjulegur maður. Og við getum sagt að Guð sjálfur hafi dáið á krossinum. Vegna þess að Guð gerðist maður, gat hann gefið líf sitt okkar vegna og fyrir okkur.
“Guð er dáinn” er haft eftir heimsspekingnum Friedrich Nietzsche. Þótt svo að það hafi varla verið það sem hann meinti, hitti hann með þessu naglann á höfuðuð. Þetta er ein af grundvallarforsendum kristinnar trúar, sem og kjarnaboðskapur hennar. Guð dó!
Heimurinn allur var dæmdur til dauða vegna upprunasyndar Adams og Evu. Öll höfum við tekið þátt í uppreisn þeirra og erum jafn sek. En Guð kom í heiminn sem maður, án þess að taka þátt í þessari uppreisn. Hann einn hefur nokkru sinni verið saklaus. Og hann sagði: Ég skal taka á mig afleiðingarnar fyrir synd ykkar. Guð fæddist sem maður nákvæmnlega til þess að geta dáið. Hann kom í heiminn til að vera staðgengill okkar í dauðanum.
Þetta gat enginn annar gert. Ekki einungis vegna þess að Jesús einn er saklaus, heldur einnig vegna þess að hann einn er sterkari en dauðinn. Það að Guð gerðist maður þýddi að hann gat dáið fyrir okkur. En á sama tíma er það líka satt að Guð getur ekki dáið, og dauðinn gat því ekki haldið honum. Það er mikill leyndardómur, en leyndardómur sem við erum algerlega háð. Enginn annar en Kristur gat unnið raunverulegan sigur á dauðanum.
Yfirskrift þessarar ræðu var “Guð gefur Hjálpræði.” Við byrjum sem sagt á því að segja að Guð gefur sjálfan sig til hjálpræðis. Hann gaf líf sitt fyrir okkur. En hvernig kemur þetta hverju okkar til Gagns? Jesús hefur dáið í okkar stað og unnið sigur á dauðanum. Amen! En hvernig er gengið frá því þannig að það gildi fyrir mig og þig? Þessu svarar fjórða greinin.

4. grein: Um réttlætinguna

Ennfremur kenna þeir [þ.e. okkra söfnuðir]: Menn geta ekki réttlæst fyrir Guði af eigin kröftum, verðleikum eða verkum, heldur réttlætast þeir án verðskuldunar vegna Krists fyrir trúna, er þeir trúa því, að þeir séu teknir til náðar og syndirnar séu þeim fyrirgefnar vegna Krists, sem með dauða sínum hefur fullnægt fyrir syndir vorar. Þessa trú reiknar Guð til réttlætis fyrir sér.
Svarið í sinni einföldustu mynd er þetta, að Guð tilreiknar okkur réttlæti Krists, það er að segja dauða hans og upprisu, þegar við trúum því. Það er að segja, þegar við treystum því að þetta sé “fyrir okkur” eða “fyrir mig.”
Vandamálið er auðvitað einmitt það; að það er okkur engan veginn eðlislægt að trúa þessu eða treysta. Í fyrsta lagi getur verið að við viljum helst halda áfram í uppreisn okkar gegn Guði, og kærum okkur ekkert um það að hann sé að reyna að taka okkur aftur til náðar. Það var ástæða fyrir því að við svikum Guð, og sú ástæða er enn til staðar. Við viljum heldur elska okkur sjálf en að elska hann.
Í öðru lagi, ef við nú gerum okkur grein fyrir því að svoleiðis þrjóska er ekki góð leið, þá förum við að líta á syndir okkar. Kannski komumst við þá að þeirri niðurstöðu að þær séu alls ekki svo slæmar. Við þurfum bara að gera einvher góðverk til þess að vega á móti hinu illa sem við höfum gert. Við afneinum því þá að eðli okkar sé spillt, og teljum að við þurfum bara að flysja hin spilltu lög af okkur, og bera hinn góða kjarna. Því okkur finnst auðvitað að við séum góð innst inni.
En kannski skoðum við okkur sjálf í einlægni og komumst að því að kjarninn sé ekki eins góður og við héldum. Kannski heyrum við lögmál Guðs og trúum honum. Innst inni erum við sjálfelsk og jafnvel vond. Þá kemur sjálfsvorkunin í stað játningarinnar. Við hugsum að við séum þess ekki verð að Jesús deyji fyrir okkur. Hann kom til að frelsa þá sem vilja iðrast, en við getum ekki einu sinni iðrast almennilega.
Það þýðir, að þótt Jesús vilji gefa okkur hjálpræði, þá gagnar það okkur ekkert, því við getum ekki einu sinni veitt því viðtöku.
Ef eðli okkar er svo spillt að við getum ekki elskað Guð og getum ekki trúað á hann, hvernig getur þá það hjálpræði sem Guð vill gefa okkur, gagnast okkur?
Þessu svarar að lokum hin fimmta grein Ágsborgarjátningarinnar.

5. grein: Um embætti kirkjunnar

Til þess að vér öðlumst þessa trú, er stofnað embætti til að kenna fagnaðarerindið og úthluta sakramentunum, því að fyrir orðið og sakramentin eins og tæki er gefinn heilagur andi, sem kemur til leiðar trúnni, þar sem og þegar Guði þóknast, í þeim sem heyra fagnaðarerindið, sem fjallar um, að Guð, ekki vegna vorra verðleika, heldur vegna Krists, réttlæti þá sem trúa, að þeir séu teknir til náðar vegna Krists.: “Til þess að vér skyldum fyrir trúna öðlast andann, sem fyrirheitið var.” (Gl 3.14).
Þeir fordæma endurskírendur og aðra sem álíta, að heilagur andi veitist mönnum án hins ytra orðs fyrir undirbúning sjálfra þeirra og verk.
Svarið við vandamálinu sem við höfum lýst er að Guð hefur séð fyrir öllu, og einnig þessu. Jafnvel trúin sjálf sem treystir orðinu og tekur við því, er gjöf sem fylgir orðinu. Það er Heilagur andi sem starfar í hjörtum okkar þegar við heyrum orð Ritningarinnar, og kallar okkur til að taka við þeim.
Þessi eiginleiki orðsins er staðreynd sem Bibilían hefur verið að kenna okkur frá fyrstu síðu.
Þegar í þriðja versi Biblíunnar stendur
Genesis 1:3 IS1981
3 Guð sagði: "Verði ljós!" Og það varð ljós.
Guð skapaði heiminn með því einu að tala orð sín.
Spámaðurinn Jesaja segir um orð Guðs:
Isaiah 55:11 IS1981
11 eins er því farið með mitt orð, það er útgengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.
Þegar við lesum um Jesú í guðspjöllunum, þá sjáum við stöðugt orð hans að verki. Jesús stillti storminn með orði sínu einu. Hann rak út illa anda með orði sínu einu. Hann læknaði sjúka með orðinu einu. Hann reisti jafnvel upp dauða með orði sínu einu: Dóttur Jaírusar, son ekkjunnar frá Nain og Lasarus frá Betaníu sem legið hafði í gröf sinni á þriðja dag.
Skyldi það þá ekki vera eins þegar han kallar á þá sem eru andlega dauðir, og hafa ekki getu til að trúa á hann? Getur hann ekki skapað trú hjá þeim sem lifa í uppreisn gegn honum?
Kannski viljum við enn lifa í syndum okkar, en það er fyrir svoleiðs trúleysingja sem Jesús þurfti að deyja. Kannski finnst okkur að við þörfnumst ekki fyrirgefningar, en það er einmitt fyrir svoleiðis þverhausa sem hann þurfti að deyja. Kannski finnst okkur að syndir okkar séu of miklar, eða að við verðskuldum ekki náð hans nema að við getum sigrast á þeim fyrst. En við hefðum getað það, þá hefði Jesús ekki þurt að deyja fyrir okkur. Það er einmitt fyrir svoleiðis syndara að Jesús þurfti að deyja.
Ekki nóg með það, heldur er hann þegar búinn að því. Ekki nóg með það, heldur hefur hann nú þegar risið upp frá dauðum. Allt er tilbúið, við getum trúað því og treyst.
Að lokum verð ég að koma aftur að því sem fimmta greinin fjallar sérstaklega um. Guð hefur ekki bara talað orð sín endur fyrir löngu, heldur sér han til þess að þau eru stöðugt töluð. Einmitt til þess hefur han stofnað kirkju sína, til þess að orðið sé stöðugt prédikað og sakaramentunum sé stöðugt úthlutað.
Hann hefur unnið hjálpræðið handa okkur.
Hann hefur gefið okkur hjálpræið.
Og hann heldur áfram að skila hjálpræði sínu til okkar, svo lengi sem kirkjan stendur. Svo lengi sem prédikarar standa í ræðustólnum og lýsa yfir því sem orð Guðs segir. Og skyldu þeir þagna, jafnvel þá mun han sjá til þess að orð hans hljómar: Og hann segir þetta: Kristur er dáinn og upp risinn. Þetta gerði hann þín vegna.
Dýrð sé Guði Föður...
Related Media
See more
Related Sermons
See more