Kærleikur til náungans í verki (5set)
Notes
Transcript
Sálmar
Sálmar
Inngöngusálmur: Þér lof vil ég ljóða
Dýrðarsálmur: Son Guðs ertu með sanni
Sálmur fyrir prédikun: Þú mátt koma til Jesú (söngblað)
Sálmur eftir trúarjátningu: Jesús er bjargið
Sálmur og þakkarfórn: Ég á vin sem mig elskar heitt (Söngblað)
Lokasálmur: Nú gjaldi Guði þökk
Kollekta
Kollekta
Látum oss biðja: Elífi Guð, sem hefur skapað okkur til karls og konu, og gefið okkur mismunadi kall og hlutverk í lífinu. Kenn þú okkur að elska hvert annað, eins og þú hefur elskað oss að fyrra bragði, og þannig vera hvert öðru lifandi vitnisburður um kærleika þinn. Fyrir þinn elskulega son, Jesú Krist, Drottin vorn, sem með þér og Heilögum Anda, lifir og ríkir, einn sannur Guð, um aldir alda. Amen!
Ritningarlestur
Ritningarlestur
Fyrri ritningarlestur þessa Drottins dags er að finna í fyrstu Mósebók kafla 12 versum 1-4a:
1 Þá mælti Drottinn við þá Móse og Aron í Egyptalandi á þessa leið: 2 „Þessi mánuður skal vera upphafsmánuður hjá yður. Hann skal vera fyrsti mánuður ársins hjá yður. 3 Talið til alls safnaðar Ísraelsmanna og segið: ,Á tíunda degi þessa mánaðar skal hver húsbóndi taka lamb fyrir fjölskyldu sína, eitt lamb fyrir hvert heimili. 4 En sé eitt lamb of mikið fyrir heimilið, þá taki hann og granni hans, sá er næstur honum býr, lamb saman eftir tölu heimilismanna. Eftir því sem hver etur, skuluð þér ætla á um lambið.
L: Þannig hljómar hið heilaga orð.
S: Guði sé þakkargjörð.
L: Síðari ritningarlestur þessa Drottins dags er að finna í Rómverjabréfinu, kafla 16, versum 1-7
1 Ég fel yður á hendur Föbe, systur vora, sem er þjónn safnaðarins í Kenkreu. 2 Veitið henni viðtöku í Drottni eins og heilögum hæfir og liðsinnið henni í hverju því, sem hún þarf yðar við, því að hún hefur verið bjargvættur margra og mín sjálfs. 3 Heilsið Prisku og Akvílasi, samverkamönnum mínum í Kristi Jesú. 4 Þau hafa stofnað lífi sínu í hættu fyrir mig, og fyrir það votta ég þeim ekki einn þakkir, heldur og allir söfnuðir meðal heiðingjanna. 5 Heilsið einnig söfnuðinum, sem kemur saman í húsi þeirra. Heilsið Epænetusi, mínum elskaða, sem er frumgróði Asíu Kristi til handa. 6 Heilsið Maríu, sem mikið hefur erfiðað fyrir yður. 7 Heilsið Andróníkusi og Júníasi, ættmönnum mínum og sambandingjum. Þeir skara fram úr meðal postulanna og hafa á undan mér gengið Kristi á hönd.
L: Þannig hljómar hið heilaga orð.
S: Dýrð sé þér Drottinn, því þú hefur orð eilífs lífs! Hvert annað ættum vér að fara!
Guðspjall
Guðspjall
P: Guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn Lúkas
S: Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilega boðskap.
Lúkas 8:1-3
1 Eftir þetta fór hann um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki. Með honum voru þeir tólf 2 og konur nokkrar, er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkdómum. Það voru þær María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr, 3 Jóhanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar. Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.
P: Þannig hljómar hið heilaga guðspjall.
S: Lof sé þér Kristur.
Sálmur fyrir prédikun: Þú mátt koma til Jesú
Sálmur fyrir prédikun: Þú mátt koma til Jesú
Prédikun
Prédikun
Inngangur
Inngangur
Sagan hefur á umliðnum öldum verið saga um stéttabaráttu. Fjálsir menn og þrælar, patrisíjar og plebeijar, aðalsmenn og ánauðugir bændur, meistarar og sveinar; í stuttu máli, kúgarar og kúgaðir hafa alltaf staðið öndverðugir hvorir gegn öðrum. Þeir hafa háð óslitna baráttu, ýmist leynt eða ljóst. Endirinn hefur einatt orðið sá, að þjóðfélagið hefur orðið umskapað með byltingu, eða báðar stéttir liðið undir lok.
(Fra kommunistmanifestet av Karl Marx)
Þannig hefst þekktasta rit eins áhrifamesta guðleysingja og heimsspekings 19. aldar. Höfundur þessara orða útbjó sér nokkurskonar andlegt sniðmát sem hann mældi alla hluti eftir. Eða kannski væri nær lagi að tala um andleg sólgleraugu. Ef maður t.d. setur upp bleik sólgleraugu verður allur heimurinn bleikur. Maður tekur vel eftir því í fyrstu, en svo venst það, og smám saman gleymir maður því að maður hefur skert eigin sjón, og fær ekki rétta mynd af umheiminum. Sumir litir síjast algerlega út, þannig að ákveðin atriði geta orðið ósýnileg. Aðrir litir skerðast eða breytast, þannig að maður sér áfram ákveðna fjölbreytni, bara í röngum litum.
Eins er það með þessi anlegu sólgleraugu, sem æ fleiri nota, ekki einungis til að skoða sögu mannkyns, heldur einnig til að flokka allar manverur frá upphafi til enda, annað hvort sem kúgara eða kúgaða. Ef ekki er hægt að sýna fram á kúgandi hegðun, er í það minnsta hægt að benda á kerfið sem maðurinn er hluti af. Þannig er líka hægt að gefa sjálfum sér góðan dóm, ef maður er meðal kúgaranna, og víðsvitandi gerir það sem er rangt. Það er þá kerfinu að kenna. Reyndar er í æðstu merkingu ekki til rétt eða rangt í þessum hugsunarhætti, einungis valdabarátta þessara hópa.
Það er varla hægt að ofmeta hversu mikil áhrif þessi andlegu sólgleraugu hafa haft frá því að þau komu á markaðinn. Upprunalega var þeim ætlað að útskýra hagkerfið, og hvetja til róttækra breytinga á því. Í dag eru fáir sem ganga þá leið til enda, en sólgleraugun eru þó enn í notkun, og þá í mun víðtækari skilningi. Við berum þau öll sem samfélag, og erum orðin svo vön bleika litnum, að það er erfitt að hugsa sér heiminn öðruvísi. Í öllum samskiptum þurfum við núna að passa okkur að greina rétt milli kúgarans og hins kúgaða.
Og ef við höfum þessi gleraugu á okkur þegar við lesum Biblíuna er augljóst að það mótar skilning okkar á henni, sérstaklega hvað varðar samskipti kynjanna: Samband og hlutverk karla og kvenna. Kannski tókst þú eftir því þegar guðspjall dagsins var lesið. Sumir sjá ekkert annað en kúgun konunnar þegar þeir lesa um þessi samskipti í Biblíunni.
Þótt við séum alltaf undir áhrifum þess samhengis sem við lifum í, og getum ekki alveg losað okkur við það, skulum við í dag reyna okkar besta til þess að horfa yfir kantinn á gleraugunum. Við skulum muna það sérstaklega að Biblían er orð Guðs. Og orð hans er skrifað, okkur til góðs, en ekki til ills.
I: Þjónusta kvennana
I: Þjónusta kvennana
Í guðspjalli dagsins heyrðum við að Jesús fór um Galíleu og prédikaði í öllum þorpunum þar. Það er tekið sérstaklega fram að postularnir tólf voru með honum. Þar að auki voru nokkrar konur sem Jesús hafði læknað og frelsað frá ýmsu sem hrjáði þær. Þrjár þeirra eru nefndar með nafni: Fyrst er það María Magdalena, frá þorpinu Magdala við vesturströnd Galíleuvatns, gjarnan kölluð María Magdalena.
Margir hafa heyrt um hana, enda kemur fram í Nýja testamentinu, að hún var til staðar þegar Jesús var krossfestur, og var hún meðal þeirra fyrstu sem sáu Jesú upprisinn. Hún sá hann jafnvel á undan postulunum. Hinar tvær konurnar vitum við minna um. Hvergi annarsstaðar er minnst á Súsönnu, og því vitum við ekkert frekara um hana. Hin þriðja, Jóhanna, var samferða Maríu til grafarinnar á páskamorgni (Luk 24:10). Minnst er á eininmann hennar, Kúsa, og starf hans við hirð Heródesar, sennilega til að sýna að hún tilheyrði efri samfélagsstétt.
Ef við ætlum að lesa þetta með bleiku sólgleraugunum, sem skipta heiminum upp í kúgara og kúgaða, þufum við strax að svara því hvers vegna þessar konur fá minni athygli frá guðspjallinu en postularnir, og þá sérstaklega Pétur, Jakob og Jóhannes. Svarið er auðvitað gefið, af því að þær eru svo kúgaðar. Við spyrjum svo áfram hver þeirra hefur valdið. Rétt eins og postularnir gerðu, erum við þá farin að takast á um það hver þeirra er mest og fremst, og hver þeirra hefur, eða allavega ætti að hafa, rétt til þess að skipa hinum fyrir.
Þegar postularnir ræddu sama efni sín á milli, ávítaði Jesús þá fyrir það. Hann sagði:
“Hver sem vill vera fremstur, sé síðastur allra, og þjónn allra.” (Mark 9:35)
Fyrst Jesús ávítar postulana fyrir þetta, meigum við ekki leggja sömu orð í munn þessara kvenna, sem ekki segja neitt í þá þatt. Þess í stað skulum við taka eftir því hvað Guðspjall dagsins segir um þær. Við lásum það í 3. versi:
“Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.” (Mark 8:3)
Guðspjallið er segm sagt bæði stuttort og hnitmiðað varðandi þjónustu þessara kvenna. En það sýnir líka að María, Jóhanna og Súsanna höfðu skilið eðli þjónustunnar betur en postularnir. Allavega enn sem komið var. Þær hjálpuðu og þjónuðu með kærleika í verki.
Að vera svona fyrirmynd skilningi sínum á orðum Jesú er ekki lítils virði, heldur er það mikill heiður. María, Jóhanna og Súsanna komu sennilega frá mismunandi stéttum. María var sennilega frá hinni lægstu, og Jóhanna frá hinni efstu. Engu að síður gengu þær hlið við hlíð, hjálpuðu hver annari, Jesú og postulunum með því sem hver þeirra átti. Guðspjallið gerir engri þeirra hærra undir höfði enn annari. Því allar þrjár höfðu sama markmið og það var sama atriðið knúði þær áfram: Kærleikur til Jesú, og til náunga þeirra. Þær elskuðu Jesú, og því elskuðu þær einnig postula hans.
Af þessu getum við öll lært. Konurnar í þessum versum eru okkur öllum fyrirmynd, með kærleika sínum. Þær tjáðu kærleikann með því sem þær höfðu vald yfir. Þær fylgdu Jesú og postulunum, og studdu þá með fjármunum sínum.
II
II
En voru þessar konur í raun og veru kúgaðar, og lítils virtar fyrir það eitt að vera konur?
Það er auðvitað rétt, að kúgun á sér stað, og hefur átt sér stað frá upphafi syndarinnar. Sú hætta virðist koma fram í dómsorðum Guðs yfir Evu, og ekki vantar dæmin um menn sem sýna vald sitt með því að níðast bæði á eigin fjölskyldu og öðrum sem þeir ná völdum yfir. Biblían talar endurtekið gegn þeim sem níðast á og kúga fátæka og veikburða, föðurlausa, ekkjur og útleninga (Jer 9:8; Eze 22:7; etc.). Það er augljóst út frá ritningunum að slík valdabeiting er röng, hvort sem hún á sér stað í eigin fjölskyldu eða annarsstaðar.
Sumir kristnir eiginmenn hafa líka misskilið hvað Páll á við þegar hann segir að þeir eigi að vera höfuð konunnar og fjölskyldunnar. Þótt því fylgi ákveðin ábyrgð, þýðir það ekki fyrst og fremst að þeir séu valdhafinn, heldur að þeim sé sett að elska konu sína og börn, og standa í fremstu víglínu til að vernda þau. Þeir eiga að fórna sjálfum sér í þjónustu við konu og börn. Þetta kemur mjög skýrt fram í útskýringu Páls í 5. kafla Efesusbréfsins. Eiginmenn eiga að elska konu sína, eins og Kristur elskaði kirkjuna, og gaf sjálfan sig í sölurnar fyrir hana. Fyrirmynd þeirra sem eiginmenn á að vera þjónusta Krists við kirkjuna.
Þessu fylgir auðvitað verkaskipting, og á hún við bæði í fjölskyldunni og í kirkjunni. En verkaskiptingin fjallar hvorki um andvirði einstaklingsins, né um valdabeitingu. Hún fjallar um þjónustu við náungann. Þegar Jesús kallaði tólf karlmenn til að vera postular sínir, var það ekki til að gera þá að stjörnum og valdamönnum, heldur að þjónum fyrir kirkjuna. Jesús vildi sjálfur þjóna kirkjunni gegnum þjónustu þeirra.
Hugsaðu þér foreldra sem gefa syni sínum fimm þúsund krónur til að kaupa afmælisgjöf handa systur sinni. Ætlan þeirra er ekki að hann geti nýtt peningana eins og honum sýnist, heldur til að hann þjóni systur sinn i með þeim. Kærleikur foreldranna til dóttur sinnar, tjáist gegnum gjöf sonarins. Það hefði kannski verið auðveldara að einfaldlega setja peningana í umslag og gefa dótturinni, en það er ekki það sem þau vilja, heldur að sonurinn noti peningana til að móta gjöfina.
Eins er það þegar Jesús kallar okkur til þjónustu við náungann. Hann kallaði postulana til ákveðins hlutverks, og konurnar sem fylgdu honum til annars hlutverks. En öll þjónuðu þau hvert öðru í kærleika. Þannig eigum við að hugsa um öll þau hlutverk, og allar þær gjafir sem Guð gefur hverju og einu okkar. Þau eru til þjónustu við náungann.
III
III
Að lokum við ég bæta þessu við:
Eins og flest ykkar vitið, þá er þessi söfnuður hluti af kirkju sem einungis kallar fáeina karlmenn til prestsstarfa. Við fylgjum þar með hefðbundnum skilningi kirkjunnar á kyni og embætti. Guð skapaði okkur til karls og konu, og hefur sem sagt gefið okkur mismunandi hlutverk, bæði líffræðilega, og í ýmsum hlutverkum, bæði í fjölskyldunni og í kirkjunni. Nýja testamentið er mjög skýrt varðandi þær kröfur sem gerðar eru til þess sem kalla á til prests, og þar er einungis gert ráð fyrir karlmönnum (t.d. 1 Tim 2:1-12).
Í raun og veru er það ekki flóknara heldur en að við hlýðum því sem Nýja Testamentið kennir kirkjunni. Þar að auki sjáum við að Guð hefur skapað röð og reglu á jörðinni, sem endurspeglar eilifu fyrirkomulagi. Karlmenn og konur endurspegla gegnum hlutverk sín, eilífum kærleika Guðs til síns lýðs. Þetta á ekki bara við í hjónabandinu, heldur einnig í samfélaginu, og sérstaklega í söfnuðinum. Einmitt þess vegna er það svo ömurlegt þegar menn syndga gegn því hlutverki sem Guð hefur gefið, og nýta það til kúgunar.
Lokaorð
Lokaorð
Í guðspjalli þessa Drottins dags heyrðum við um þrjár konur sem þjónuðu Jesú og postulum hans með því að nýta eignir sínar til að hjálpa þeim. Þannig kom kærleikur þeirra til Jesú fram í verki, sem og kærleikur þeirra til náungans, þ.e.a.s, til postula hans.
Guð hefur gefið hverju og einu okkar, bæði náunga sem við eigum að elska, sem og tækifæri til þess að afneita sjálfum í þjónustu við þann náunga. Hann hefur gefið okkur ýmsar gjafir sem við eigum að nýta í þeirri þjónustu. Konurnar í guðspjallinu, og kærleikur þeirra, eru fyrirmynd okkar allra, bæði karlmanna og kvenna.
En jafnvel framar því að vera fyrirmynd, er kærleikur þeirra endurspeglun, og vitnisburður um Kærleika Krists til okkar allra. Hann, sem er æðstur allra, kom til jarðar, einmitt til að láta kærleika sinn koma fram í verki. Hans verk var að leggja líf sitt í sölurnar fyrir okkur: Deyja fyrir syndir okkar og rísa að nýju á þriðja degi. Við elsku vegna þess að hann elskaði okkur að fyrra bragði.
Dýrð sé Guði, Föður og Syni og Heilögum Anda. Svo sem var í upphafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen.
Játum saman trú okkar.
Sálmar eftir prédikun
Sálmar eftir prédikun
Sálmur eftir trúarjátningu: Jesús er bjargið
Sálmur og þakkarfórn: Ég á vin sem mig elskar heitt (Söngblað)
Lokasálmur: Nú gjaldi Guði þökk
Tilkynningar eftir messulok
Tilkynningar eftir messulok