Kristur er Drottinn
Sermon • Submitted
0 ratings
· 14 viewsNotes
Transcript
Sálmar
Sálmar
Upphafssálmur: Þér lof vil ég ljóða (SB 535)
Fyrir ritningarlestur: Ó Herra Jesús hjá oss ver (SB 297)
Fyrir prédikun: Ég grundvöll á sem ég get treyst (SB 255 - Tónar DELK 372)
Eftir fyrirbæn: Í bljúgri bæn (SB 551)
Lokasálmur: Vor Guð er borg á bjargi traust (SB 284)
Tilkynningar fyrir messu
Tilkynningar fyrir messu
Velkomin til fyrstu messu okkar í JELK. Við erum Játningarbundin evangelísk-lútersk kristni. Það má benda á að við höfum ekki neina formlega tengingu við þjóðkirkuna. Við höfum tekið saman helgisiði sem er að finna í messuskránni. Þeim svipar til helgisiða þjóðkirkjunnar, en bregður frá í ýmsum atriðum.
Messuskránna og sálmabækur er að finna í andyrinu. Endilega takið hvort tveggja, og takið virkan þátt í messunni.
Vegna Covid-ráðstafanna á að vera autt sæti milli heimila, og allir þáttakendur eiga að vera skráðir með nafni, kennitölu, símanúmeri og sætisnúmeri. Við geymum listan í 2 vikur áður en honum er fargað. Notið gjarnan grímur við safnaðarsöng.
Kollekta
Kollekta
P: Látum oss biðja: Drottinn, þú sem ert lifandi Guð og Faðir okkar! Vér þökkum þér að þú hefur látið eingetinn son þinn taka hold og verða maður, svo að hann með dauða sínum skyldi friðþægja fyrir afbrot vor, og með lífi sínu frelsa oss frá eilífum dauða. Minn oss á vora eilífu von, að eins og Drottinn Jesús Kristur skapaði líf af dauða með orði sínu, eins mun hann vekja oss á efsta degi og veita oss eilíft líf. Fyrir þennan elskulega son þinn, Jesú Krist, Drottin vorn, sem með þér og Helögum Anda lifir og ríkir, einn sannur Guð um aldir alda.
S: Amen
Ritningarlestur
Ritningarlestur
Fyrri ritningarlestur þessa Drottins dags er að
finna í fyrri Kroníkubók kafla 29 versum 10-14
10 Þá lofaði Davíð Drottin, að öllum söfnuðinum ásjáanda, og Davíð mælti: "Lofaður sért þú, Drottinn, Guð Ísraels, forföður vors, frá eilífð til eilífðar. 11 Þín, Drottinn, er tignin, mátturinn og dýrðin, vegsemdin og hátignin, því að allt er þitt, á himni og jörðu. Þinn er konungdómurinn, Drottinn, og sá, er gnæfir yfir alla sem höfðingi. 12 Auðlegðin og heiðurinn koma frá þér; þú drottnar yfir öllu, máttur og megin er í hendi þinni, og á þínu valdi er það, að gjöra hvern sem vera skal mikinn og máttkan. 13 Og nú, Guð vor, vér lofum þig og tignum þitt dýrlega nafn. 14 Því að hvað er ég, og hvað er lýður minn, að vér skulum vera færir um að gefa svo mikið sjálfviljuglega? Nei, frá þér er allt, og af þínu höfum vér fært þér gjöf.
L: Þannig hljómar hið heilaga orð.
S: Guði sé þakkargjörð.
L: Síðari ritningarlestur þessa Drottins dags er að finna í bréfi Páls til Rómverja, kafla 8, versum 14-17
14 Því að allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn. 15 En þér hafið ekki fengið anda, sem gjörir yður að þrælum að lifa aftur í hræðslu, heldur hafið þér fengið anda, sem gefur yður barnarétt. Í þeim anda köllum vér: "Abba, faðir!" 16 Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér erum Guðs börn. 17 En ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists, því að vér líðum með honum, til þess að vér einnig verðum vegsamlegir með honum.
L: Þannig hljómar hið heilaga orð.
S: Dýrð sé þér Drottinn, því þú hefur orð eilífs lífs! Hvert annað ættum vér að fara!
Guðspjall
Guðspjall
P: Guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn Markús
S: Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilega boðskap.
29 Úr samkundunni fóru þeir rakleitt í hús Símonar og Andrésar og með þeim Jakob og Jóhannes. 30 Tengdamóðir Símonar lá með sótthita, og sögðu þeir Jesú þegar frá henni. 31 Hann gekk þá að, tók í hönd henni og reisti hana á fætur. Sótthitinn fór úr henni, og hún gekk þeim fyrir beina. 32 Þegar kvöld var komið og sólin setst, færðu menn til hans alla þá, er sjúkir voru og haldnir illum öndum, 33 og allur bærinn var saman kominn við dyrnar. 34 Hann læknaði marga, er þjáðust af ýmsum sjúkdómum, og rak út marga illa anda, en illu öndunum bannaði hann að tala, því að þeir vissu hver hann var. 35 Og árla, löngu fyrir dögun, fór hann á fætur og gekk út, vék burt á óbyggðan stað og baðst þar fyrir.
P: Þannig hljómar hið heilaga guðspjall.
S: Lof sé þér Kristur..
Inngangur
Inngangur
Það getur verið furðu erfitt að tala um kraftaverk Krists. Ástæðan er sú að maður verður að hafa meira en eitt atriði í huga. Í fyrsta lagi eru frásagnirnar af kraftaverkum Krists, einlægur og persónulegur vitnisburður um þá umhyggju sem Kristur ber fyrir hverjum og einum. Þetta eru ekki bara allmennar frásagnir, heldur fjalla þær um ákveðna, og stundum nafngreinda einstaklinga. Guðspjallið segir okkur frá því hvernig Kristur mætti slíkum einstaklingum, læknaði sjúdóma þeirra og rak út illa anda. Guðspjöllin segja meira að segja frá fáeinum tilvikum þar sem Jesús reistu opp þá sem voru dánir.
En þetta er alls ekki eina ástæða þess að Biblían lýsir Kraftaverkum Krists. Þau segja okkur nefnilega frá enn stærri veruleika. Þau opinbera fyrir okkur hver Jesús er, hvers vegna hann kom til okkar mannana og hver afleiðingin verður af því.
Þegar við lesum um kraftaverk Krists, verðum við að hvort tveggja í huga: Bæði persónulegu hliðina og heildarmyndina.
Við meigum ekki koma fram við þessa einstaklinga eins og að þeir væru lítið annað enn peð sem Jesús notaði til að ná stærri markmiðum. Heldur lesum við um kraftaverkin sem persónulegar frásagnir. En að sama skapi meigum við ekki loka augunum fyrir heildarmyndinni. Þessir einstaklingar fá með lækningu sinni ákeðið hlutverk, sem ekki er lokið fyrr en Kristur kemur afur. Því þeir bera með lífi sínu vitnisburð um það hver Kristur er. Hver sá maður er sem gat læknað öll þeirra mein.
I: Kraftaverkin segja frá Kristi
I: Kraftaverkin segja frá Kristi
Hið tiltekna kraftaverk, lækning tengdamóður Símons Péturs, sem og allt það sem á eftir kom, er ekki bara að finna í Guðspjalli dagsins í Markúsarguðspjalli, heldur einnig í Lúkasarguðspjalli og í Matteusarguðspjalli. Hið síðastnefnda lýkur í 8. kafla, 17. versi, á því að benda á spádómsbók Jesaja:
17 Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns: "Hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora."
Því er stundum haldið fram að fólk á tíma Jesú hafi verið mög hjátrúarfullt og vantað þekkingu til að geta varist ýkjum um hið yfirnáttúrulega. Hinn þekkti trúvarnarmaður C.S. Lewis kallaði þessháttar hugsun “chronological snobbery” sem kannski mætti útleggja tímatalshroki á íslensku.
En raunin var heldur sú að fólk á tíma Jesú skildi alvarleika sjúkdóma betur heldur enn við sem lifum 2000 árum síðar. Þegar einhver veiktist, jafnvel þótt það væri ekki alvarlegra heldur enn venjulegur sótthiti, var alltaf hætta á varanlegum skemmdum eða jafnvel dauða. Svipaða sögu var að segja með slasanir eða fatalanir. Lítið var til af hjálpartækjum fyrir lama eða sjóndapra, og stundum engin von um lækningu. Maðurinn sem Jesús gaf sýn í níunda kafla Jóhannesarguðspjalls, staðfesti við faríseana:
32 Frá alda öðli hefur ekki heyrst, að nokkur hafi opnað augu þess, sem blindur var borinn.
Kraftaverk eins og Jesús gerði, voru ekki frekar algeng sjón á tíma Jesú heldur en þau eru í dag. Afleiðingin var einfaldlega sú að kraftaverkin hlutu að segja eitthvað alveg sérstakt um mannin sem vann þau, um Jesú frá Nasaret. Og það tók yfirleitt ekki langan tíma fyrr en fólk var búið að reikna þetta út: Kraftaverkin vitnuðu um það, að Jesús er sá sem allt Gamla testamentið hefur talað um frá upphafi. Hann er sá Messías sem ísraelsþjóð hafði beðið eftir.
Þótt að Jesús hafi að mestu látið táknin tala, eru líka nokkur atvik í guðspjöllunum þar sem han segir það berum orðum. Í Jóhannesarguðspjalli, kafla 5, bendur hann gyðingum á að ritningarnar vitni um hann og að Móses sjálfur hafi ritað um hann (Joh 5:39-47), og í 8. kafla segir hann að Abraham beðið eftir Jesú (Joh 8:56). Í Matteusarguðspjalli, í lok 22. kafla, bendir Jesús Faríseunum á að sálmur 110 fjalli um hann (Matt 22:41-46). Í lok Lúkasarguðspjalls talar hann við mennina tvo á leið til Emmaus, og sýnir þeim hvernig gamla testamentið allt vitnar um hann (Luk 24:25-27). Að lokum stendur að Jesús hafi lokið upp huga postulanna og skýrt fyrir þeim hvernig ritningarnar beri honum vitni (Luk 24:44-49).
En aftur að krafaverkum Krists. Aftur og aftur, endurtekið, gerir Jesús hið ómögulega: Það sem engin vísindi geta skírt, enda eru þessi verk unnin með með mætti sem kemur að utan - sem er yfirnáttúrulegur. Þess vegna kallast þau kraftaverk, og það er það sem gerir þau sérstök. Og einmitt þannig staðfesta þau að Jesús er sá sem han segist vera. Hann er sonur Guðs sem segir um starf sitt: “Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir heinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi.” (Luk 7:22)
II: Kraftaverkin kenna okkur að líta á lífið með augum himins.
II: Kraftaverkin kenna okkur að líta á lífið með augum himins.
En kraftaverkin eru ekki einungis tákn um hver Kristur er, heldur eru þau ríki Guðs í verki.
Jesús bar sjúkdóma okkar, mein okkar og syndir okkar á krossinum. En hvernig nýtist það eiginlega okkur? Og ef kraftaverkið er ríki Guðs í verki, þá er spurningin: Hvernig, eða að hvaða leyti?
Þegar Guðs ríki kemur að fullu, þ.e.a.s. þegar Jesús kemur aftur á skýjum himins, þá mun hann vekja alla menn af dauða sínum. Þá sem dáið hafa í honum, í trú á hann, mun hann reisa til eilífs lífs. Þeir munu þá vera án allra meina og sjúkdóma. Því þegar Jesús læknað sjúka, gaf hann forsmekk af endurkomu sinni.
Jesús læknaði tengdamóður Péturs af sótthitanum. En það var bara forsmekkur. Það getur vel hugsast að hún hafi fengið sótthita aftur síðar, kannski jafnvel dáið úr honum. En í upprisunni verður enginn sótthiti.
Í upprisunni verða engir sjúkdómar, hvort sem þeir heita sótthiti, Covid eða eitthvað annað. Því allt þetta bar Jesús á krossinum. Það er endanleg lækning. Meðalið er tilbúið, en við fáum það ekki alveg ennþá.
Jesús læknaði lama og halta, og í upprisunni munu allir ganga.
Jesús gaf blindum sýn, og í upprisunni munu allir sjá skýrt.
Svona mun það vera þegar Jesús kemur aftur á skýjum himins, eins og ritað er í Opinberunarbók Jóhannesar, 21. kafla:
3 Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: "Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4 Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið."
Þetta er það sem koma mun. Þetta er okkar eilífa von. Þetta er það sem Kristur lofar okkur.
III: Við erum þakklát fyrir gjafir Krists, en lifum í vonininni um upprisuna.
III: Við erum þakklát fyrir gjafir Krists, en lifum í vonininni um upprisuna.
Ég er ekki mjög karismatískur, allavega ekki í samanburði við marga aðra, og þá getur verið freistandi að leggja alla áhersluna á “andlegu” hliðina, þ.e. á táknið sem hér á sér stað. Svo eru auðvitað til aðrir sem líta á þetta algerlega frá hinni hliðinni og sjá bara kraftaverkið sjálft. Þeir segja eitthvað á þessa leið: Svona á þetta að vera hjá kristnum mönnum einnig í dag.
Þá verðum við aftur að hafa þessar tvær hugsanir í huga: Bæði persónulegu hliðina og heildarmyndina eða táknið. Við sjáum í fyrsta lagi þá umhyggju sem Kristur ber fyrir einstaklingnum: Fyrir Pétri og sér í lagi fyrir tengdamóður hans. Hann læknar hana af sótthitanum.
Eins eigum við að bera umhyggju fyrir náunga vorum og biðja fyrir honum þegar hann hefur þörf á því, hvort sem það er í litlu eða stóru. Við eigum að biðja um miskunn og hjálp Guðs: “Drottinn, miskunna þú oss!” Eins eigum við að gleðjast og fagna yfir gjöfum Guðs, hvort sem það er í litlu eða stóru. Þegar okkur batnar af sjúkdómum okkar eigum við að þakka Guði fyrir alla náð hans.
Og samt sem áður hefur Jesús ekki lofað okkur því að hann muni lækna alla sjúkdóma í lífi okkar hér á jörð, eða frelsa okkur frá öllum meinum. Það loforð á við um upprisuna. Og einmitt þess vegna er von okkar ekki bundin við þennan heim, heldur við endurkomu Krists. Þá mun hann gera alla hluti nýja.
Með öðrum orðum tökum við með fögnuði við öllum gjöfum hans, hvort sem þær eru stórar eða smáar, en von okkar er þó alltaf bundin við Krist sjálfan, og við endurkomu hans á efsta degi.
Lokaorð
Lokaorð
Þess vegna rísum við nú úr sætum og játum saman vora heilögu trú á þann Guð sem skapaði heiminn með orði sínu. Á þann Guð sem tók á sig syndir okkar, sjúkdóma og þjáningar, og á þann Guð sem gefur okkur hina eilífu von um upprisu allra dauðra á efsta degi.
Dýrð sé Guði, Föður og Syni og Heilögum Anda. Svo sem var í upphafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen.